Atvinnu- og þróunarnefnd nr. 1

23.10.2014 00:00

Fundur nr. 1

Fundur  í atvinnu- og þróunarnefnd haldinn í Gamla skólanum 23.október kl. 20:00

Mættir:

Guðný Sverrisdóttir, Haraldur Níelsson, Guðni Sigþórsson, Bára Eyfjörð Jónsdóttir, Margrét Melstad og Bjarni Arason.
Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

1. Guðný kosin formaður nefndarinnar og Oddný Jóhannsdóttir ritari.
Bára skrifar fundargerð þessa fundar þar sem Oddný boðaði forföll. 

2. Erindisbréf atvinnu- og þróunarnefndar Grýtubakkahrepps, lagt fram. Nefndarmönnum falið að kynna sér efni bréfsins fyrir næsta fund. 

3. Rætt um atvinnulífið í sveitarfélaginu og hvernig hægt sé að fá aukna atvinnu/atvinnutækifæri á staðinn. 

4. Ferðaþjónusta. Rætt um hver framtíðarsýn sveitarfélagsins sé í ferðaþjónustu.  Nefndinni þykir eðlilegt að sveitarstjórn marki sér stefnu í ferðaþónustu.

5. Námskeið fyrir nefndarmenn á vegum sveitarfélagins. Rætt um nauðsyn þess að haldið sé námskeið fyrir nefndarmenn um fundarstjórn og fundarritun. 

6. Gamli skólinn. Rætt um nýtingu á Gamla skólann þegar skrifstofur Grýtubakkahrepps flytja í Túngötu 1-3. Hvernig sjáum við Gamla skólann fyrir okkur í framtíðinni. 

7. Næsti fundur ákveðinn 19.nóv kl. 17:00 á skrifstofu Grýtubakkahrepps. 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 22:00