Atvinnu- og þróunarnefnd

16.11.2011 00:00

9. fundur atvinnu- og þróunarnefndar Grýtubakkahrepps, haldinn í Gamla skólanum 16. nóv. kl. 17:00
Mættir voru: Sigurður, Guðni, Oddný, Bára og Valgerður ásamt Guðnýju sveitarstjóra

1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

2. Tækifæri í fiskeldi.
Haldið var áfram umræðu um hugsanlegt fiskeldi á Grenivík til að nýta heitt vatn sem í dag fer til spillis og rennur til sjávar.  Valgerður hafði talað við Ragnheiði Ingu Þórarinsdóttur sem ásamt tveimur öðrum konum hefur komið upp fiskeldi á suðurlandi og rækta þær fyrst og fremst tegundina Tilatian. Fram kom að þessi tegund var óþekkt fyrir 20 árum en er nú fjórða mest selda tegund í Bandaríkjunum og mest seldi hvítfiskurinn. Þær stöllur keyptu stöðina í sept. 2010 og hafa núþegar skapað 6 – 7 störf. Seyði hafa komið frá Kanada en þær hafa nýlega sótt um að fá seyði frá Bretlandi. Fram kom að fóðurkostnaður er um helmingur af því sem tíðkast í bleikjueldi. Fiskeldisfræðingurinn Sveinbjörn Oddsson hefur unnið með þeim. Heimasíða fyrirtækisins er matorka.is.
Ákveðið var að sveitarstjóri safnaði saman upplýsingum um kjör á vatninu og fleira.
Bára ráðfærði sig við Jón Kjartan hjá Samherja um næstu skref.
Valgerður hefði samband við Sveinbjörn Oddsson fiskeldisfræðing og fengi frekari upplýsingar.

3. Fuglaskoðun.
Dreift var greinargerð um fuglaskoðun frá Vilborgu Örnu Gissurardóttur, sem tekið hafði að sér að mæta á ráðstefnu í Reykjavík um fuglaskoðun sem haldin var á vegum opinberra aðila.
Ákveðið að senda umsókn til Landsbankans um styrk til að geta unnið að aðstöðu fyrir fuglaskoðun í hreppnum. Einnig ákveðið að Valgerður tali við Sverri Thorsteinsson og fái upplýsingar hjá honum um þá möguleika sem í fuglaskoðun geta falist. Fram kom á fundinum að sveitarfélagið Djúpivogur hefur unnið mikið starf í sambandi við aðstöðu fyrir ferðamenn til fuglaskoðunar.

4. Umræða fór fram um atvinnuframboð og húsnæðismál í hreppnum. Ljóst er að starfsfólk vantar á frystihúsið og að lítið er um laust húsnæði. Það er því eðlilegt að menn velti vöngum yfir því hvaða tilgangi það þjóni að fjölga störfum þegar húsnæðismálin eru með þessum hætti. Engin niðurstaða fékkst í þessa umræðu.

5. Næsti fundur ákveðinn 7. des. n.k.

Fundi slitið kl. 18:00.