Atvinnu- og þróunarnefnd

30.11.2016 00:00

Fundur haldinn 30. nóvember 2016, kl. 20:00 í fundarstofu Grýtu.       


Mættir: Guðný, Benedikt, Bjarni, Guðni, Haraldur og Oddný. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

 

  1. Fundargerð síðasta fundar lesin upp og samþykkt.
  2. Stefnumótun í ferðamálum. Rætt um hvernig við viljum sjá ferðamálum háttað hér í sveitarfélaginu og nauðsyn þess að móta þurfi stefnu er varðar svæðið hér. Rætt um að boða til opins fundar þar sem kallað væri eftir hugmyndum íbúa um þessi mál. Í framhaldinu yrði skipuð 5-10 manna nefnd sem tæki að sér að semja stefnumótun ferðamála fyrir sveitarfélagið.
    Erindinu vísað til sveitarstjórnar.
  3. Fjárfestingartækifæri. Rætt um vöntun á gistirými fyrir ferðamenn í sveitarfélaginu og í því samhengi rætt m.a. um hótelsmíð- og rekstur. Margt áhugvert í þeim efnum sem vert er að skoða enn frekar.
  4. Önnur mál.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 21:20

 

Fundarritari: Oddný