Please update your Flash Player to view content.

Pistillinn

Apríl 2014.
Á fundi sveitarstjórnar þann 7. apríl sl. var ársreikningur Grýtubakkahrepps fyrir árið 2013 tekin til seinni umræðu. Ágætur rekstrarafgangur var hjá sveitarfélaginu eða af A hluta fyrirtækjum kr.26.751.000,- og af samstæðunni kr. 24.330.000,-. Veltufé frá rekstri var hjá A hlutanum kr. 49.713.000,- og af samstæðunni kr. 56.005.000,-, en veltufé er það fjármagn sem er til framkvæmda og afborgunar skulda. Helstu framkvæmdir hjá A hlutanum var bygging tengibyggingar við leikskólann og hjá B hlutanum bygging parhúss að Höfðagötu 1 á Grenivík.
Nánar...

Grenilundur

Grenilundur
Túngötu 2
610 Grenivík
sími 464-8400
Forstöðumaður:
Fjóla Stefánsdóttir sími 863-8414
Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.


Grenilundur sambýli aldraðra á Grenivík var byggt árið 1997-1998 og fyrstu íbúar fluttu inn í september 1998. Heilsugæslan á Grenivík var byggð í sama húsi og er staðsett í norð-austur enda hússins. Á Grenilundi búa að jafnaði 9 íbúar. Átta íbúar eru með fasta búsetu og eitt skammtímarými. Grenilundur þjónar miklivægu hlutverki í sveitarfélaginu, bæði fyrir aldraða og einnig hvað atvinnumöguleika varðar.

Heimilislegt andrúmsloft og umhverfi er kjarninn í öllu starfi á Grenilundi. Þetta svipar mikið til Eden hugmyndafræðinnar en hún hefur það að markmiði að sporna gegn einmannaleika, hjálparleysi og leiða. Hver íbúi hefur stórt herbergi út af fyrir sig með baði. Heimilisfólk er virkjað í ýmis störf ef geta er fyrir hendi og löngun en það getur líka verið út af fyrir sig ef það vill. Starfsfólkið vinnur með kærleika og vináttu að leiðarljósi.

Allar frekari upplýsingar veitir Fjóla Stefánsdóttir forstöðumaður á Grenilundi
í síma 464-8400.